Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. apríl 2013 Prenta

Fallegt veður í dag.

Séð til Trékyllisvíkur og Mela. Árnesfjall og Urðartindur.
Séð til Trékyllisvíkur og Mela. Árnesfjall og Urðartindur.
1 af 3
Loksins gerði fallegt veður hér í Árneshreppi,fyrir hádegi var orðið léttskýjað þótt einhverjir éljabakkar væru austan til við Húnaflóann. Búin er að vera þræsingur og leiðinlegt veður með éljum og jafnvel snjókomu eins og í gær,og dálítill snjór ennþá á láglendi. Vika er nú í sumardaginn fyrsta og ekki lítur út samkvæmt veðurspám að verði nein hlýindi hér næstu daga ef undanskilið er að hlýni aðeins á morgum með suðausanátt og rigningu,en strax á laugardag verður suðvestanátt með skúrum eða éljum,og á sunnudag norðlæg vindátt með éljum,og eftir helgina er spáð auslægum eða norðlægum áttum með slyddu eða jafnvel snjókomu. Þannig að vorverkin hjá bændum ætla að dragast fram í maí,eins og að vinna á túnum og þessáttar fyrir sauðburð. Þung fært er nú norður í Árneshrepp mokað var bæði í gær og í fyrra dag,en innansveitar er snjóþekja eða aurleðja á vegum,enda er jörð þíð undur snjónum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Árnes II-23-07-2008.
  • Þakpappi komin á meiri hluta af þakinu.13-11-08.
  • Söngur.
  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
Vefumsjón