Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. október 2011 Prenta

Ferðalok segir Reimar.

Sædís ÍS-67 í Reykjarfirði á Ströndum.
Sædís ÍS-67 í Reykjarfirði á Ströndum.
1 af 2

Ferðalok er titill sem Reimar Vilmundarson notar á vefsíðu Freydísar síðu um strandferðir Sædísar,vegna ákvörðunar sinnar um að vera ekki með farþegaflutninga á Sædísi ís 67 næsta sumar.Til skoðunar er að bjóða upp á flutning á vörum (trússi) ef eftir verður óskað.
14 ár eru liðin frá því að Reimar fór fyrstu ferðir með farþega í atvinnuskyni, síðan þá eru ferðirnar orðnar margar bæði frá Bolungarvík sem og Norðurfirði. Í þessum ferðum hefur hann kynnst miklum fjölda af skemmtilegu fólki innlendu sem erlendu og átt gott samstarf við marga.Vill Reimar hér með koma á framfæri þökkum til þeirra sem og samstarfsmanna og aðila sem hafa verið honum samferða í gegnum árin.

Einnig sagði Reimar í viðtali við fréttamann Litlahjalla að hann myndi ekki verða með ferðir á Hornstrandir frá Bolungarvík eins og hann var að hugsa um í sumar þegar hann ákvað að þetta yrði síðasta sumarið sem hann sigldi frá Norðurfirði með ferðafólk á Strandir,nú væru þessum þætti lokið af hans hálfu!

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
  • Ein húseining hífð.27-10-08.
  • Seð yfir Trékyllisvík Litla-Ávík næst.
Vefumsjón