Fleiri fréttir

Selma Margrét Sverrisdóttir | sunnudagurinn 13. apríl 2014 Prenta

Ferðastiklur á RÚV

Lára og Ómar.
Lára og Ómar.

Þátturinn Ferðastiklur hefur göngu sína í kvöld, sunnudaginn 13. apríl klukkan 20:00 á RÚV. Í þessum þáttum fáum við að fylgjast með ferðalagi Láru Ómarsdóttur en ferðafélagi hennar er faðir hennar Ómar Ragnarsson. Litlihjalli náði tali af Láru á dögunum og fékk að forvitnast aðeins um þessa nýju þáttaröð.

Aðspurð hver kveikjan hafi verið að gerð þáttanna segir Lára það hafa verið svokallaðar mömmuferðir þar sem hún ferðast um landið með fjölskyldu sinni, þá taka þau jafnan eitthvert ákveðið svæði fyrir og kynna sér sögu þess. Sögurnar séu ýmist sögur af álfum , tröllum og jafnvel úr Íslendingasögum og hafi henni fundist tilvalið að kynna þjóðina fyrir þessum stöðum sem fólk keyri gjarnan fram hjá án þess að stoppa.


Jafnframt segir Lára það hafa verið mjög gaman að vinna náið samstarf með föður sínum í þáttunum en hann hafi tekið hlutverki sínu mjög alvarlega og þar fyrir utan viti hann mikið og kunni margar sögur.


Leið þeirra feðgina lá m.a. á Strandirnar en þangað hafi þau þurft að fara tvisvar. Sjálf fór hún akandi en faðir hennar á flugvél en vegna þoku hafi hann ekki getað lent og því hafi þau þurft að koma aftur seinna en það skiptið fóru þau bæði flugleiðis.

Strandirnar eru ólýsanlegar að sögn Láru en hún segir þær geyma fjöldan allan af sögum en sjálf eru hún og börn hennar mjög hrifin af öllum tröllasögum, jafnframt finnist henni landslagið skemmtilega draugalegt en galdrasögurnar séu ekki síst áhugaverðar. „Þetta er kyngimagnaður staður eginlega“ bætir hún við.


Lára segir ekkert atriði standa sérstaklega uppúr því þau hafi verið hvert öðru skemmtilegra. Það sem hún telur þó standa uppúr voru móttökurnar sem þau fengu um allt land, sama hvert farið var. Hún segir Íslendinga vera sérlega gestrisið fólk og allir verið boðnir og búnir að hjálpa til ef eitthvað var.


Að lokum spurðum við Láru hvort landið hafi komið henni á óvart og segir hún það vissulega hafa gert það, þrátt fyrir að hún hafi ferðast mikið með foreldrum sínum og seinna meir sínum eigin börnum hafi verið staðir sem hún hafi ekki komið á áður né heldur faðir hennar.


Litlihjalli óskar Láru góðs gengis með nýju þáttaröðina og hvetur lesendur til þess að fylgjast með þáttunum á RÚV á sunnudagskvöldum sem og heimasíðu þáttanna www.ruv.is/ferdastiklur.  

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
Vefumsjón