Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. nóvember 2008 Prenta

Fjölgun í starfsliði atvest á suðursvæði Vestfjarðakjálkans.

Frá vinstri:Þorgeir Pálsson framkvæmdastjóri ATVEST-Eyrún Sigþórsdóttir sveitarstjóri í Tálknafirði og Ragnar Jörundsson bæjarstjóri Vesturbyggðar.
Frá vinstri:Þorgeir Pálsson framkvæmdastjóri ATVEST-Eyrún Sigþórsdóttir sveitarstjóri í Tálknafirði og Ragnar Jörundsson bæjarstjóri Vesturbyggðar.
1 af 2

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur bætt við sig tveimur nýjum starfsmönnum á suðursvæði Vestfjarðakjálkans og eru þeir báðir staðsettir í Skor Þekkingarsetri á Patreksfirði.  Um er að ræða Guðrúnu Eggertsdóttur, sem nýlega var ráðin sem verkefnastjóri hjá atvest.  Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað undanfarið á Patreksfirði við kennslu og skrifstofustörf hjá Sýslumanninum á Patreksfirði.  Guðrún hefur komið að stofnun og rekstri fyrirtækja og unnið að markaðsáætlanagerð.  Starfssvið hennar verður nokkuð vítt og spannar m.a. hugmyndavinnu með frumkvöðlum og gerð viðskiptaáætlana auk almennrar ráðgjafar.

 

Hins vegar er um að ræða Magnús Ólafs Hansson, fyrrum starfsmann Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Magnús hefur mikla reynslu af verkefnavinnu og atvinnusköpun víða á Vestfjörðum.  Að undanförnu hefur Magnús unnið að verkefnaöflun fyrir Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp og tengist sú vinna niðurstöðum Vestfjarðaskýrslunnar svokölluðu.

 

Atvest hefur nú gert samning við Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp um að Magnús Ólafs Hansson falli undir starfsemi atvest, en að fjármögnun stöðugildisins sé á hendi sveitarfélaganna, enda verða verkefni hans að mestu áfram tengd beinum hagsmunum þessara sveitarfélaga.

 

Með þessari aukningu í starfsliði atvest skapast nú forsendur til að vinna mun nánara með einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum á suðursvæði Vestfjarðakjálkans og að auki verður sérstök áhersla lögð á Reykhóla og samstarf við stjórnsýslu og fyrirtæki þar.

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Þokuhattur á Reykjaneshyrnu,Mýrarhnjúkur fyrrir miðri mynd.Myndin tekin 14-08-2012.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Byrjað að draga spýtur upp úr fjörunni.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
  • Borgarísjaki austan við Selsker 16-09-2001.
  • Gengið upp Sýrárdal.
Vefumsjón