Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. nóvember 2014
Prenta
Flotbryggja slitnaði upp.
Flotbryggja sem er í smábátahöfninni í Norðurfirði losnaði í norðaustanóveðrinu í gær. Flotbryggjan slitnaði frá landganginum og sleit upp keðjufestingar sem hún er fest í botninn í höfninni. Menn fóru í dag að festa flotbryggjunni til bráðabrigða og koma landganginum upp,en það þarf kafara til að ganga frá keðjufestingum í sjávarbotninn. Flotbryggjan rak fram og til baka í smábátahöfninni eftir að hún slitnaði upp í óveðrinu,hún var síðan dregin að steyptu bryggjunni í morgun.