Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. desember 2021 Prenta

Flug hefst að nýju til Vestmannaeyja

Flugfélagið Ernir sinnti áætlunarflugi til Vestmannaeyja áður frá 2010 til 2020.
Flugfélagið Ernir sinnti áætlunarflugi til Vestmannaeyja áður frá 2010 til 2020.

Fréttatilkynning frá Flugfélaginu Ernum.

Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytið um flug til Eyja tvisvar sinnum í viku, mánudaga og föstudaga. Flug í kringum hátíðirnar verður með aðeins öðrum hætti en þegar föst áætlun byrjar í upphafi nýs árs og er fólki bent á áætlun og upplýsingar um flug á vefsíðu félagsins ernir.is, en fyrsta flug verður á Þorláksmessu. Er þetta samkomulag gert í ljósi þess að eftirspurn í innanlandsflugi hefur dregist mikið saman í Covid-19 faraldrinum og ljóst að flug til Eyja mun ekki hefjast, að óbreyttu, að nýju á markaðslegum forsendum. Að mati ráðuneytisins var því talið nauðsynlegt að tryggja tímabundið lágmarksþjónustu á flugi til og frá Vestmannaeyjum í vetur á meðan markaðslegar forsendur eru ekki til staðar, enda flugið mjög mikilvægt fyrir íbúa og atvinnulíf í Vestmannaeyjum.

Flugfélagið Ernir sinnti áætlunarflugi til Vestmannaeyja frá árinu 2010 til í september 2020 þegar ekki var annað í stöðunni en að leggja niður flug sökum minnkandi eftirspurnar . Það er því mikið fagnaðarefni að félagið hafi möguleika á að þjónusta svæðið aftur og vonandi er hægt að byggja upp flug til og frá Vestmannaeyjum til frambúðar og með fleiri flugferðum í viku hverri.

Félagið hlakkar mikið til að hefja sig til flugs á Eyjar og vonast eftir að sem flestir geti nýtt sér þjónustuna þó um lágmarksflug sé að ræða tímabundið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Kristján Guðmundsson grefur fyrir kapli og ljósastaur.13-11-08.
  • Lokað þak inni.12-11-08.
  • Söngur.
  • Þá er síðasti flotinn fundinn út af Nestanganum.
  • Unnið við klæðningu á milli sperra.08-11-08.
Vefumsjón