Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. desember 2022 Prenta

Flug hefst að nýju til Vestmannaeyja.

Ein véla Flugfélagsins Ernis.
Ein véla Flugfélagsins Ernis.
1 af 2

Fréttatilkynning frá Flugfélaginu Ernum.

Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytið um flug til Eyja þrisvar sinnum í viku, tvö flug á þriðjudögum og eitt á föstudögum. Flug í kringum hátíðirnar verður með aðeins öðrum hætti en þegar föst áætlun byrjar í upphafi nýs árs og er fólki bent á áætlun og upplýsingar um flug á vefsíðu félagsins Ernir.is

, en fyrsta flug verður nk föstudag 16.desember. Er þetta samkomulag gert til að bæta samgöngur til og frá Vestmannaeyjum yfir vetrartímann en að óbreyttu er ekki unnt að hefja flug þangað á markaðslegum forsendum. Að mati ráðuneytisins var því talið nauðsynlegt að tryggja tímabundið lágmarksþjónustu á flugi til og frá Vestmannaeyjum í vetur á meðan markaðslegar forsendur eru ekki til staðar, enda flugið mjög mikilvægt fyrir íbúa og atvinnulíf í Vestmannaeyjum.

Flugfélagið Ernir sinnti áætlunarflugi til Vestmannaeyja frá árinu 2010 til í september 2020 þegar ekki var annað í stöðunni en að leggja niður flug sökum minnkandi eftirspurnar . Það er því mikið fagnaðarefni að félagið hafi möguleika á að þjónusta svæðið aftur og vonandi er hægt að byggja upp flug til og frá Vestmannaeyjum til frambúðar og með fleiri flugferðum í viku hverri.

Félagið hlakkar mikið til að hefja sig til flugs á Eyjar og vonast eftir að sem flestir geti nýtt sér þjónustuna þó um lágmarksflug sé að ræða tímabundið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Rafmagnshitakútur komin upp.30-04-2009.
  • Rafmagnstafla komin upp.12-12-2008.
  • Kort Árneshreppur.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Hrafn Jökulsson.
Vefumsjón