Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. október 2006 Prenta

Flugfélagið Ernir á Gjögur.

Hörður Guðmundsson aðaleigandi Ernis og flugmaður,mynd bb.is
Hörður Guðmundsson aðaleigandi Ernis og flugmaður,mynd bb.is
Samkvæmt frétt Bæjarins Besta í dag kemur fram að samgönguráðuneytið hafi samið við Flugfélagið Ernir um áætlunarflug til Gjögurs og Bíldudals,og einnig á Höfn í Hornafirði og Sauðarkróks.
Samkvæmt frétt www.bb.is tekur samningurinn gildi frá næstu áramótum í þrjú ár eða út árið 2009.
Ernir hafa nú fjórar vélar 5 til 9 manna,enn fram hefur komið að Ernir muni kaupa 19 manna vél af gerðinni Jetstream 31,með jafnþrýstibúnaði.
Ernir stunduðu bæði áætlunarflug og sjúkraflug á árum áður til og frá Ísafirði eða hátt í þrjá áratugi.
Hörður Guðmundsson er aðaleigandi flugfélagssins Ernis,og er hann vel þekktur af Árneshreppsbúum sem góður flugmaður og fyrir stundvísi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
  • Ragna-Badda og Bía.
Vefumsjón