Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. febrúar 2019 Prenta

Flugfélagið Ernir breyttu flugi. Þakkir skyldar.

Flugvél Ernis lenti á flugbraut 02 til S Vesturs í dag.
Flugvél Ernis lenti á flugbraut 02 til S Vesturs í dag.

Flugfélagið Ernir sem sér um flug á Gjögur, mest póstflug undanfarið, og fær styrk til þess breytti áætlun í dag og flaug til Gjögurs í dag í staðinn fyrir á morgun. Málsatvik voru þau að pósturinn í Árneshreppi hafði samand við flugrekstarstjóra Flugfélagsins Ásgeir Þorsteinsson sem er einnig Sölu og Markaðstjóri flugfélagsins, í gærmorgun um að hvort væri hægt breyta fluginu til Gjögurs og flýta því um einn dag, því áríðandi póstur þyrfti að komast suður og væri verið að reyna að koma pósti til Hólmavíkur í veg fyrir póstbíl, og einnig liti mjög ílla út með flugveður á áætlunardegi á föstudaginn 1 mars. Einnig var ekki hægt að fljúga til Gjögurs mánudaginn var,vegna bilunar í vél sem var á Höfn í Hornafirði, og þurfti að senda vélina sem átti að koma til Gjögurs með flugvirkja þangað. Þetta skildum við vel hér í Árneshreppi. Ásgeir tók strax vel í þetta og var flug strax ákveðið til Gjögurs á miðvikudagsmorgun. Póstmiðstöðin í Reykjavík var látin vita af breytingunni bæði af Flugfélaginu og póstinum í Árneshreppi og gekk þetta allt eftir, allur póstur kom sem átti að koma á mánudaginn var og allur póstur sem lá fyrir á póstmiðstöðinni sem lá fyrir í morgun kom.

 

Pósturinn í Árneshreppi vill þakka Flugfélaginu Erni gott samstarf í gær sérstaklega og í dag.

Til gamans má segja frá því að þegar pósturinn var að bera út póstinn á bæina brostu bændur þegar þeyr sáu að blaðið sitt Bændablaðið sem var gefið út í morgun, kom með póstinum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki með tvo tinda er NNV við Reykjaneshyrnu ca 18 KM frá landi.26-08-2018.
  • Jakabrot við Árnesey 19-08-2004.
  • Þá fer langa súlan út.
Vefumsjón