Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. nóvember 2012 Prenta

Flugfélagið Ernir fljúga áfram.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.Hörður Guðmundsson til vinstri.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.Hörður Guðmundsson til vinstri.
Flugfélagið Ernir mun næstu mánuði halda áfram óskertri vetraráætlun sinni innanlands eins og verið hefur undanfarin ár en í gær stefndi í að hætta yrði fluginu nú um mánaðarmótin vegna skorst á opinberu framlagi til verkefnisins. Fulltrúar innanríkisráðuneytisins, Vegagerðarinnar, Flugmálastjórnar og Isavia funduðu um stöðuna í ráðuneytinu í gær. Í framhaldi af því ræddust við í dag þeir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis, og komust að samkomulagi um að Ernir myndu starfrækja áætlunarflug sitt innanlands eins og verið hefur næstu vikur a.m.k fram til áramóta. Tíminn verður jafnframt notaður til að fara yfir fjárhagslegan grundvöll flugs á ríkisstyrktum leiðum næsta ár, en samningur yfirvalda og flugfélagsins rennur út í lok árs 2013. Munu fulltrúar Ernis og samgönguyfirvalda fara yfir stöðuna ásamt fulltrúum fjárveitingavaldsins.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Jánið að mestu komið á að SA verðu,03-12-2008.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
  • Hringnum lokað suðvestur hlið.28-10-08.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
Vefumsjón