Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. janúar 2011 Prenta

Flugi aflýst.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugi á Gjögur hefur nú verið aflýst vegna hvassviðris.

Norðan hvassviðri er nú 18 til 20 m/s og fer vindur uppí 22 til 26 m/s með dimmum éljum.

Ekki lítur út fyrir að hægt verði að fljúga á morgun,samkvæmt veðurspá,spáð er hvassviðri eða stormi með aukinni ofankomu í kvöld og nótt og fram á morgundaginn.

Farþegar áttu bókað far suður og að sunnan.

Hörkufrost er nú tæplega 11 stiga frost á Gjögurflugvelli og á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var 9 stiga frost klukkan tólf á hádegi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Súlan langa reyndist vera 18,5 metra löng.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Séð til Bergistanga og hafís,Reykjaneshyrna í baksýn.
  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
Vefumsjón