Flugi aflýst á Gjögur.
Flugi hefur nú verið aflýst á Gjögur vegna hvassviðris,vindur er af NA eða ANA 18 til 25 m/s.
Ekki lítur út með neitt flug á morgun eftir veðurspá,enda ekkert hægari vindur í framtíðarspá fyrr enn á fimmtudag.
Veðurspá fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun::
Austan og norðaustan 13-20 m/s og él, en 15-23 með kvöldinu. Hvassast á annesjum. Hiti 0 til 3 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðaustan 13-18 m/s yfir Vestfjörðum og rigning eða slydda, annars mun hægari suðaustlæg átt og skúrir, en úrkomulítið norðaustan til. Hiti 2 til 7 stig, en 0 til 5 norðanlands.
Á fimmtudag:
Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og él norðaustanlands, en dálitlar skúrir með suðurströndinni. Norðaustan 5-13 yfir Vestfjörðum og slydda eða rigning með köflum. Hiti breytist lítið.