Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. desember 2013 Prenta

Flugi hefur verið aflýst á Gjögur.

Gjögurflugvöllur.
Gjögurflugvöllur.

Flugfélagið Ernir aflýstu flugi til Gjögurs nú um hádegið,enda komin norðan allhvass vindur með snjókomu og veður fer versnandi með deginum. Athugað verður með flug á morgun enda spáir Veðurstofan hægri austlægri vindátt á morgun. Nú liggur talsverður jólapóstur í höfuðborginni og vörur í útibú Kaupfélag Steingrímsfjarðar í Norðurfirði,sem bíða eftir að komast norður. Þetta kemst allt á morgun til skyla ef fer sem horfir. Síðasta flug á Gjögur fyrir jól verður á mánudaginn 23.,Þorláksmessu ef veður leyfir.  

Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir daginn í dag,fyrir Strandir og Norðurland vestra er svona,vaxandi norðanátt með talsverðri snjókomu, 15-23 m/s um hádegi. Heldur hægari vestlæg átt í kvöld,en hæg austlæg átt og úrkomulítið á morgun.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Maí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Séð til Krossness frá Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Daníél Sigurðsson-Elsa Gísladóttir og Snati.12-06-2008.
Vefumsjón