Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 11. janúar 2015 Prenta

Flugvöllurinn á Gjögri.

Haraldur Benediktsson 4. þingmaður NV kjördæmis.
Haraldur Benediktsson 4. þingmaður NV kjördæmis.

Undanfarin ár hefur viðhaldi á innanlandsflugvöllum ekki verið sinnt sem skyldi.  Það er mikilvægt að brjótast úr þessari kyrrstöðu og ráðast í að bæta ástand mannvirkja er tengjast innanlandsfluginu.  Það gerði meirihlutinn á Alþingi með afgreiðslu fjárlaga, fyrir jól.

Að frumkvæði fjárlaganefndar er nú ákveðið að arður af rekstri ÍSAVIA, komi í ríkissjóð.  Ætlunin er að verja þeim fjármunum til endurbóta á innanlandsflugvöllum. Vegna regluverks er þetta aðferð til að færa til hagnað af millilandaflugi til nauðsynlegra framkvæmda innanlands.  

Of lengi hefur verið dregið að ráðast í nauðsynlegar endurnýjun á flugvellinum á Gjögri.   Núverandi ástand hans veldur því að ekki virðist mögulegt að nota besta mögulega flugvélakost sem hæfir flugleiðinni. Ástæðan er að klæðningu vantar á flugbrautina en efni til klæðningar bíður tilbúið.  

Í breytingartillögu fjárlaganefndar kemur fram vilji meirihluta hennar til að bregðast við ályktun Fjórðungsþings Vestfjarða og ítrekaða baráttu sveitarstjórnar Árneshrepp um að  ráðist verði  í endurbætur á flugvellinum á Gjögri.  Í nefndarátliti meirihluta fjárlaganefndar er sagt með beinum hætti að ráðast eigi í endurnýjan búnaðar og að leggja klæðningu á flugvöllinn  Þetta eru mikilvæg skilaboð. 

Fyrir byggðina, fyrir öryggi íbúana og ekki síður fyrir mikilvægi á góðum samgöngum er nauðsynlegt að ráðist verði sem fyrst í framkvæmdir.   Ég trúi að innanríkisráðherra setji sem fyrst í gang undirbúning að þessari framkvæmd.

 

Haraldur Benediktsson

4. þingmaður NV – kjördæmis og nefndarmaður í fjárlaganefnd.

Greinina má einnig sjá undir aðsendar greinar hér til vinstri á vefnum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Úr myndasafni

  • Séð til Gjögurs af Reykjaneshyrnu.Reykjanesrimar.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
  • Sement sett í.06-09-08.
Vefumsjón