Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 8. desember 2012 Prenta

Flutningabíll út af vegna hálku.

Flutningabíllinn á hliðinni fyrir neðan veg.
Flutningabíllinn á hliðinni fyrir neðan veg.
1 af 2
Flutningabíll frá Strandafrakt sem var að sækja ull til bænda í gær fór út af á Kjörvogshlíðinni mitt á milli Kjörvogs og Hrafnshamars vegna mikillar hálku á leiðinni til baka í gærkvöldi,bílstjórinn Kristján Guðmundsson var búin að keðja en það dugði ekki í þessari hálku. Kristján slapp ómeiddur þótt ótrúlegt sé. Gífurleg hálka hefur verið undanfarið á leiðinni frá Bjarnarfirði og til Gjögurs,en hálkublettir þaðan og til Norðurfjarðar. Gera á út leiðangur frá Hólmavík til að ná bílnum upp í dag. "Kristján sagði við fréttavefinn að bíllinn hafi sigið útaf hægt og rólega og lagðist á hliðina fyrir neðan veg og ótrúlegt að bíllinn hafi ekki haldið áfram niður í fjöru;. Þegar myndin var tekin nú áðan voru komin tæki til að ná bílnum upp.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Október »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Vatn sótt.
  • Gunnsteinn og Hilmar.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Klæðning komin á NV hlið.12-011-08.
  • Langa súlan á leið upp.
  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
Vefumsjón