Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. mars 2011 Prenta

Foktjón í óveðrinu í gær.

Frá Norðurfirði á góðum degi.
Frá Norðurfirði á góðum degi.
Talsvert foktjón er nú að koma í ljós hér í Árneshreppi.

Á Víganesi splundraðist gömul hlaða sem stóð hlémegin við gömul fjárhús,þessi hús voru ekki í notkun.

Við Nátthaga við Víganes hjá Jóni Eiríkssyni fauk pallhús sem var bundið niður og geymt meðan það var ekki í notkun á bílnum,það hvarf útí buskann.

Á Grænhól fauk járn af hlöðu eða gömlum fjárhúsum,þessi hús voru ekki heldur í notkun.

Á Gjögri fauk geymsluskúr sem stóð fyrir ofan Gjögurbryggju og splundraðist og eitthvað fleira fauk.

Á Norðurfirði fauk ýmislegt,rúða brotnaði í bíl og einnig rúða í íbúðarhúsi og einnig ruslagámar fóru á ferð og kör og ýmislegt.

Þetta var ekkert venjulegt veður í þessu Suðvestan ofsaveður með kviðum yfir 50 m/s.

Vefurinn mun reina að ná einhverjum myndum þegar veður gengur niður og sæmilegt verður að komast um.

Nú er hvöss Suðvestanátt með mjög dimmum éljum og miklum kviðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
  • Húsið fellt.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
Vefumsjón