Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. október 2011 Prenta

Forvarnardagur á Ströndum.

Logi Geirsson.
Logi Geirsson.

Í tilefni af Forvarnardeginum miðvikudaginn 5. október býður tómstundafulltrúi Strandabyggðar og Félagsmiðstöðin Ozon á Hólmavík í samvinnu við Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, HSS, Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík og Grunnskólann á Hólmavík upp á fyrirlesturinn "Það fæðist enginn atvinnumaður". Fyrirlesturinn hefst kl.

20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík og er öllum opinn - íbúum í Árneshreppi er sérstaklega velkomið á viðburðinn.

Það er handboltahetjann Logi Geirsson sem mætir á Strandirnar til að halda fyrirlesturinn. Loga þarf vart að kynna; hann vann til fjölda verðlauna á ferli sínum með félagsliðum, auk bronsverðlauna með landsliðinu á EM 2010 að ógleymdum silfurverðlaunum á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Logi fæddist ekki atvinnumaður frekar en nokkur annar og þurfti að leggja hart að sér til að ná þeim árangri sem hann hefur náð. Hann telur að allir geti orðið atvinnumenn, allir geta risið upp og farið fram úr eigin væntingum - allir geta náð árangri. Logi mun tala sérstaklega til ungs fólks um markmiðasetningu, þjálfun, hugarfarsþáttinn og fleira sem huga þarf að ætli menn að ná langt.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Kort Árneshreppur.
  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Bryggjan á Gjögri.
Vefumsjón