Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. desember 2008 Prenta

Frá Allmannavarnadeid Ríkislögreglustjóra.

Myndasafn.
Myndasafn.

Mikið vatnsveður.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli  á viðvörun frá Veðurstofunni en gert er ráð fyrir stormi víða um land en þó hvassast vestanlands.  Einnig mun hlýna nokkuð um allt land ásamt því að gert er ráð fyrir rigningu um mest allt land seinnipartinn og í kvöld.  Mikilvægt er að fólk hreinsi vel frá niðurföllum og tryggi að úrkoma og leysingavatn eigi greiða leið í þau.  Búast má við að mikið hækki í ám og að einhverjar ár flæði yfir bakka sína en Vatnamælingar fylgjast grannt með þróun mála.  Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru í viðbragðsstöðu ef þörf krefur.  Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur fólk auk þess til að huga vel að lausum munum, fara varlega og fylgjast vel með fréttum af veðri og færð.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
Vefumsjón