Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 8. nóvember 2008 Prenta

Frá Finnbogastöðum.

Hilmar og Gunnlaugur píparar.
Hilmar og Gunnlaugur píparar.
1 af 2

Nú í dag eru pípulagningarmennirnir Hilmar Hjartarson og Gunnlaugur Jóhannesson að tengja hitatúpu,og verður hún til bráðabirgða þar til varmadæla kemur,ætlunin er að geta hitað upp þegar búið er að klæða þakið,allar hitalagnir eru í gólfinu(Plötunni),en plast er nú yfir hluta bílskúrsþaks til að verja tengigrind og túpu.

Einnig er verið að vinna í þaki við að loka á milli sperra en þar eru loftgöt á með neti í.

Ýmislgt annað er verið að vinna við og undirbúa.

Yfirsmiðurinn Ástbjörn er frekar að lagast að eigin sögn,er farin að tylla í fótin og gengur við eina hækju,en hann snéri sig á ökla nú í vikunni.

Það skal minnt á Myndaalbúmið hér til hægri undir Finnbogastaðir Bruninn og Uppbygging þar sem myndir eru í röð og dagsettar frá brunanum 16 júní og fram til dagsins í dag vegna uppbyggingarinnar á Finnbogastöðum í réttri röð.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Þórólfur-Mundi-Úlfar og Pétur.
  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Skip á Norðurfirði 19-04-2007.
Vefumsjón