Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. nóvember 2013 Prenta

Frá aðalfundi Félags Árneshreppsbúa.

Frá aðalfundi Félags Árneshreppsbúa sunnudaginn 3. Nóvember.Mynd Ívar Benediktsson.
Frá aðalfundi Félags Árneshreppsbúa sunnudaginn 3. Nóvember.Mynd Ívar Benediktsson.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa var haldinn í Akógessalnum við Ármúla í Reykjavík á síðasta sunnudag. Skemmst er frá að segja að ekki var um átakafund að ræða. Formaður félagsins, Kristmundur Kristmundsson frá Gjögri, var endurkjörinn með lófaklappi og án mót framboðs. Sömu sögu var að segja um aðra stjórnarmenn þá Böðvar Guðmundsson, Guðrúnu Gunnsteinsdóttur, Ívar Benediktsson og Unni Pálínu Guðmundsdóttur. Einnig voru varamennirnir Guðbrandur Torfason og Jensína Hjaltadóttir endurkjörin án mót framboða. Skoðunarmenn reikninga, Gíslína Vilborg Gunnsteinsdóttir og Arnar H. Ágústsson voru einnig endurkjörin. Félagið gaf út tvö fréttabréf að venju á síðasta starfsári auk þess að halda veglega árshátíð í mars og jólaskemmtun fyrir síðustu jól.

Stefnt er á að endurtaka leikinn um næstu mánaðamót og verður það kynnt síðar.

Rekstrarafgangur varð á síðasta starfsári sem nam rúmlega 200.000 kr sem þakka má því hversu vel félagsmenn tóku í heimsenda gíróseðla sem sendir voru út. Engar umræður voru um skírslu stjórnar eða reiknga hné undir liðnum önnur mál enda beið rúmlega 70 fundarmanna hlaðborð með glæsilegum veitingum Ásdísar Hjálmtýsdóttur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
  • Árnes II-23-07-2008.
  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
  • Ragna-Badda og Bía.
Vefumsjón