Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. ágúst 2015 Prenta

Framkvæmdir ganga vel á Gjögurflugvelli. Búið að leggja fyrra klæðningarlagið.

Fyrra klæðningarlagið komið á flugbrautina.
Fyrra klæðningarlagið komið á flugbrautina.
1 af 5

Það gengur vel hjá Borgarverki ehf, með framkvæmdir á flugvellinum á Gjögri, en framkvæmdir byrjuðu 22. júní. Byrjað var á að moka gamla malarslitlaginu af brautinni, það var notað til að lengja brautina aðeins í suðvestur,og verður því lengra öryggissvæði. Þá voru grafnir skurðir meðfram brautinni fyrir ljósabrunna, en nú liggja rör á milli allra brunna til að draga kapla í seinna, einnig eru settir hitaskynjarar í flugbrautina, til að hægt sé að fylgjast með hitastigi. Einnig voru klappir við flughlað og austantil á brautinni fjarlægðar. Þá var keyrt nýju burðarlagi í brautina og styrktarlagi. Í gær var lagt fyrri klæðningin á flugbrautina, og það þjappað í nótt,en reynt verður að leggja seinni klæðninguna í dag, en það verða tvö lög, og á flughlað. Þá er eftir að grafa og leggja fyrir ljósbúnaði að vestanverðu meðfram flugbrautinni og ýmis frágangur eftir í næsu viku. Starfsmenn Borgarverks ætla að taka sér frí um næstu helgi eftir mikla törn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Smábátahöfnin Norðurfirði-06-07-2004.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Hafskipabryggjan Norðurfirði-06-07-2004.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Kaupfélagshúsin og Íbúðir á Norðurfirði-06-07-2004.
Vefumsjón