Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. febrúar 2009 Prenta

Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi velja póstkostningu.

Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi sem haldið var að Reykjum í Hrútafirði um miðjan mánuðinn var samþykkt tillaga þess efnis að val í fjögur efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu vegna kosninga til Alþingis þann 25. apríl nk. skyldi fara fram með póstkostningu allra félagsmanna í kjördæminu.

Munu atkvæðaseðlar verða sendir út þann 3. mars nk. en talning fara fram föstudaginn 13. mars. Skipan í önnur sæti á listann verður ákveðin á kjördæmisþingi sem boðað verður til í framhaldinu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Ragna-Badda og Bía.
  • Guðbrandur vinnur í milliveggjum í svefnálmu.02-02-2009.
  • Jón Guðbjörn Guðjónsson 60. ára
  • Jón Guðbjörn og Úlfar ræða málin.
Vefumsjón