Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. október 2013 Prenta

Framvæmdir í sumar og í haust.

Grunnur að húsi Strandasólar.
Grunnur að húsi Strandasólar.
1 af 5

Nokkrar framkvæmdir voru í Árneshreppi í sumar og haust. Í sumar var grunnur tekin að nýju húsi Björgunarsveitarinnar Strandasólar,og var sökkull steyptur í sumar. Ekki er reiknað með að unnið verði meira á þessu ári,nema þá að fylla í grunnin. Björgunarsveitin ætlar að byggja yfir sína starfssemi og búnað sem björgunarsveitin á. Húsið mun rísa rétt austan megin við Finnbogastaðaskóla.

Í Litlu-Ávík var settur niður fimmþúsund lítra neysluvatnstankur og lögð um 230 metra löng vatnslögn að nýju vatnsbóli,og er þetta nú orðið lokað vatnskerfi í Litlu-Ávík. Þetta átti að framkvæmast í fyrra haust bæði var það ekki hægt vegna veðurs og tímaskorts í fyrra. Einnig voru gömul tvö hundruð kinda fjárhús endurgerð í Litlu-Ávík. Endurnýjaðir voru veggir,burðarbitar og sperrur og lektur og annað sem þurfti. Allt var síðan klætt með aluzink járni. Tveir smiðir frá Sparra ehf frá Keflavík voru fengnir í verkið. Talsverð vinna er eftir innanhús í fjárhúsunum. Víða þarf að endurnýja grindur og milliveggi og ýmislegt annað. Einnig verður lagt fyrir nýju rafkerfi í húsin.

Á Kjörvogi var klárað að skipta um grindur í fjárhúsum og jötur,og ýmislegt annað endurnýjað. Á Steinstúni var skipt um þakjárn á fjárhúsum. Á Krossnesi var skipt um þak á bílskúr sem er við íbúðarhúsið. Einnig er verið að laga og stækka skemmu sem notuð er fyrir sögun á rekaviði þar.

Sveitarfélagið Árneshreppur var eitthvað með viðhald á sínum fasteignum eins og svonefndu kaupfélagshúsi og félagsheimili. Eitthvað hafa nú aðrir verið að bæta og laga sín hús eða fasteignir eins og tildæmis sumarbústaðafólk þótt vefurinn hafi ekki yfirlit yfir allar smærri framkvæmdir.

Isavía lét mála flugstöðina að utan á Gjögurflugvelli og stóru vélageymsluna.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
  • Jóhann Björn-Sólveig (Bía) og Ragna.
  • Naustvík-16-08-2006.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Oddviti Árneshrepps Oddný Þórðardóttir heldur ræðu til afmælisbarnsins Jóns G.G. og gesta.
  • Vignir Maríasson frá Felli.
Vefumsjón