Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. apríl 2011 Prenta

Frestur til 14. apríl að sækja um styrki til Menningarráðs.

Mynd frá síðustu úthlutun í Melrakkasetrinu Súðavík.
Mynd frá síðustu úthlutun í Melrakkasetrinu Súðavík.
Minnt er á að nú líður að því að umsóknarfrestur um styrki frá Menningarráði Vestfjarða renni út, en umsóknir þurfa að berast eða vera póststimplaðar í síðasta lagi fimmtudaginn 14. apríl. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

Áherslur við fyrri úthlutun 2011.

Hægt er að sækja um stuðning við hverskyns menningarverkefni, svo framarlega að umsókn eða verkefni stangist ekki á við úthlutunarreglur sem samþykktar eru við hverja úthlutun. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félög, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.

Menningarráð Vestfjarða hefur ákveðið að við fyrri úthlutun ársins 2011 verði horft sérstaklega til verkefna sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:

Verkefni sem efla samstarf á sviði menningarmála á Vestfjörðum.

Verkefni sem stuðla að nýsköpun og fjölbreytni í menningartengdum verkefnum.

Verkefni sem fjölga atvinnutækifærum á sviði menningar.

Menningarstarfsemi sem styður við ferðaþjónustu.

Verkefni sem stuðla að þátttöku barna og unglinga í listsköpun og menningarstarfi.

 

Umsóknarfrestur er til og með fimmtudeginum 14. apríl. Úthlutun fer fram í maí. Fyrirvari er gerður um undirritun nýs menningarsamnings milli ríkisvaldins og Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir þann tíma.

 Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Vestfjarða á viðeigandi eyðublöðum eða í gegnum umsóknarform á vefsíðunni www.vestfirskmenning.is undir tenglinum Styrkir. Umsækjendur eru eindregið hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur Menningarráðs á sama stað.

Allar nánari upplýsingar veitir Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða í síma 891-7372 eða í netfanginu menning@vestfirdir.is.
Segir í fréttatilkynningu frá menningarfulltrúa Vestfjarða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Þá er síðasti flotinn fundinn út af Nestanganum.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
  • Mundi fygist með yfir smiðnum hækjulausum upp á þaki 11-11-08.
  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
Vefumsjón