Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 27. mars 2010 Prenta

Frétt frá hugmyndafundinum um áframhaldandi byggð í Árneshreppi.

Frá fundinum á Hilton hóteli.
Frá fundinum á Hilton hóteli.
1 af 3
Fjölmargar áhugaverðar hugmyndir komu fram á opnum hugmyndafundi  sem haldinn var á Hilton hótelinu 18 mars síðastliðinn í Reykjavík um leiðir til að efla byggð í Árneshreppi  á Ströndum.  Áhugasamt fólk á aldrinum 20 - 70 ára fjölmennti á fundinn til að ræða tækifæri  á þessu einstaka svæði.  Eftir öflugt og skemmtilegt hugarflug fundargesta var hugmyndunum skipt niður í afþreyingu, atvinnumál, ferðaþjónustu, orkumál, samfélagsmál og  samgöngur og málaflokkunum gerð ítarlegri skil. Markmið fundarins var fyrst og fremst að vekja velunnara Árneshrepps sem ekki búa á svæðinu til umhugsunar um hvað þeir geta lagt af mörkum til að styrkja byggðina.  Einnig að mynda tengslanet áhugasamra um eflingu byggðar í hreppnum og síðast en ekki síst að fara á hugarflug og safna fjölbreyttum hugmyndum  þar sem orð eru til alls fyrst. Áhugasamt fólk um áframhaldandi byggð í Árneshreppi stóð að fundinum.
Myndirnar sem eru hér með eru frá Ingibjörgu Valgeirsdóttur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Björn og Helga starta upp fjöldasöng.
  • Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
  • Gunnsteinn Gíslason.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
Vefumsjón