Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. september 2008 Prenta

Fréttatilkynning frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Vestra húsið.Mynd FRMST.
Vestra húsið.Mynd FRMST.

Vika símenntunar verður í níunda sinn 22.-28. september 2008. Markmið viku símenntunar er að auka símenntun í atvinnulífinu og hvetja fólk til að leita sér þekkingar alla ævi. Í viku símenntunar 2008 er lögð áhersla á fræðslu í fyrirtækjum og sem fyrr að ná til þeirra sem hafa litla formlega menntun.

Fræðsluskrifstofa Vestfjarða í samvinnu við fleiri aðila mun heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum og kynna starfsemi sína.

·        Mánudaginn 22. september verðum við á Þingeyri. Frá 13.00 – 17.00 verða fyrirtæki og stofnanir heimsótt.

Frá 20.00 – 22.00 verður kynning í húsi Björgunarsveitarinnar Dýra og námskeiðið ,,Útieldun við opinn eld“ haldið, þátttakendum að kostnaðarlausu.

·        Þriðjudaginn 23. september í Vesturbyggð og Tálknafirði. Frá 13.00 – 17.00 verða fyrirtæki og stofnanir heimsótt. Frá 20.00 – 22.00 verður kynning í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði og námskeiðið ,,Útieldun við opinn eld“ haldið, þátttakendum að kostnaðarlausu.

·        Miðvikudaginn 24. september verðum við á Reykhólum. Frá 13.00 – 17.00 verða fyrirtæki og stofnanir heimsótt. Frá 20.00 – 22.00 verður kynning í Reykhólaskóla og námskeiðið ,,Útieldun við opinn eld“ haldið, þátttakendum að kostnaðarlausu.

·        Fimmtudaginn 25. september verðum við á Drangsnesi og á Hólmavík. Frá 10.00-12.00 verða fyrirtæki og stofnanir á Drangsnesi heimsótt. Frá 13.30 – 17.00 verða fyrirtæki og stofnanir á Hólmavík heimsótt. Frá 20.00 – 22.00 verður kynning við Galdrasýningu og námskeiðið ,,Útieldun við opinn eld“ haldið, þátttakendum að kostnaðarlausu.

Á öllum stöðunum verður boðið upp á létt skemmtiatriði á kynningarfundunum.

Miðvikudagurinn 24. september er árlegur símenntunardagur í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki eru hvött til að tileinka þann dag fræðslumálum, t.d. med því að kynna starfsmönnum fræðslustefnu fyrirtækisins, bjóða upp á námskeið eða fá kynningar frá fræðsluaðilum, stéttarfélögum eða styrktarsjóðum.


Menntamálaráðuneytið stendur fyrir viku símenntunar en framkvæmd verkefnisins er í nánu samstarfi við símenntunarstöðvarnar níu á landsbyggðinni og Mími-símenntun og Framvegis á höfuðborgarsvæðinu. Vika símenntunar er stórt og árvisst verkefni þar sem fjölmargir hagsmunaaðilar eru kallaðir til samstarfs um að vekja athygli á mikilvægi símenntunar og hvetja fólk til að leita sér þekkingar.

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Oddný Þórðardóttir,oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.Oddviti Árneshrepps frá 2006 til 2014.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Kristmundur og Kristján horfa glaðbeittir í myndavélina.12-12-2008.
  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
  • Frá höfninni á Norðurfirði 16-03-2005.
Vefumsjón