Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. júní 2009 Prenta

Fréttatilkynning frá Orkubúi Vestfjarða.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.Mynd Strandir.is
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.Mynd Strandir.is
Fréttatilkynning.
Aðalfundur Orkubús Vestfjarða ohf. var haldinn á Ísafirði 29. maí 2009.

Árið 2008 var gott ár fyrir rekstur Orkubús Vestfjarða og varð hagnaður af venjubundnum rekstri fjórða árið í röð. Framleiðsla vatnsaflsvirkjana Orkubúsins var yfir meðallagi og ekki urðu nein stærri rekstraráföll í flutningskerfum Orkubúsins. 

 

Á árinu 2008 varð afkoma Orkubús Vestfjarða heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstraráætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhagnaði að upphæð 28 Mkr. en samkvæmt rekstrarreikningi varð hagnaður af venjubundnum rekstri fyrir skatta, sem nam um 108,7 Mkr., en þegar tekið er tillit til breytinga á tekjuskattsprósentu og bókfærðs tekjuskatts 2008 er hagnaður ársins um 57,8 Mkr..  Afskriftir námu alls 202 Mkr.. Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. í árslok 2008 voru alls 5.125 Mkr. og heildarskuldir alls 672 Mkr. Eigið fé nam því alls 4.452 Mkr. sem er um 86,9 % af heildarfjármagni. Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. hafa ekki verið endurmetnar.

 

Á árinu 2008 var 413,8 Mkr. varið til fjárfestinga og auk var um 180 Mkr varið í borholu í Tungudal, en árangur af boruninni varð því miður enginn.

 

Fyrir 20 árum var öllum langtímaskuldum létt af Orkubúi Vestfjarða nema lífeyrisskuldbindingum vegna starfsmanna fyrirtækisins. Þá var jafnframt ákveðið að haga rekstri fyrirtækisins með þeim hætti að nýjar fjárfestingar yrðu kostaðar af eigin fé fyrirtækisins og ekki yrði stofnað til skulda með nýjum lántökum.

Þessari stefnu hefur verið fylgt alla tíð síðan og hefur hún leitt til þess að Orkubú Vestfjarða er ekki skuldsett fyrirtæki hvorki í innlendum né erlendum gjaldmiðli. Af þessum sökum hafa bankahrunið á liðnu hausti, háir vextir og veiking íslensku krónunnar ekki haft umtalsverð áhrif á afkomu  fyrirtækisins.

Ársins 2008 verður minnst sem ársins þegar íslensku bankarnir féllu og efnahagur landsinsins varð fyrir þungu höggi. Þrátt fyrir áföll og brotsjói í efnahagslífi landsins siglir Orkubú Vestfjarða sterkt áfram, þökk sé varfærinni fjárfestingarstefnu og öllu því góða starfsfólki fyrirtækisins sem sinnir starfi sínu af metnaði alúð og trúmennsku

 

Í stjórn voru kjörin:

 

Guðmundur Jóhannsson, Reykjavík

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Tálknafirði

Kolbrún Sverrisdóttir, Ísafirði

Grímur Atlason, Bolungarvík og

Viktoría Ólafsdóttir, Hólmavík.

 

Nýkjörin stjórn kom síðan saman til fundar og skipti með sér verkum.

Guðmundur Jóhannsson var kjörinn formaður stjórnar, Kolbrún Sverrisdóttir var kjörinn varaformaður stjórnar og Grímur Atlason var kjörinn ritari stjórnar.

Athygli vekur að konur eru nú, í fyrsta sinn, fleiri en karlar í stjórn Orkubús Vestfjarða.

 

Ísafirði 29. maí 2009

 

Kristján Haraldsson

Orkubússtjóri

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Oddviti Árneshrepps Oddný Þórðardóttir heldur ræðu til afmælisbarnsins Jóns G.G. og gesta.
  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
  • Jóhanna Þ Þorsteinsdóttir.Skólastjóri frá 2004 til 2007.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
Vefumsjón