Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. júlí 2011 Prenta

Fréttatilkynning frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Eldur af gáleysi og af mannavöldum.
Eldur af gáleysi og af mannavöldum.

Að morgni sunnudagsins 24. júlí s.l. kom upp eldur í íbúð í fjölbýlishúsi á Ísafirði. Eldurinn var minni háttar og skemmdir litlar. Við rannsókn þess máls kom í ljós að um gáleysislega meðferð elds var að ræða og telst málið að fullu upplýst.

Klukkan 04:40 aðfaranótt mánudagsins 25. júlí var tilkynnt um eld í einbýlishúsi á Patreksfirði. Mjög mikla skemmdir urðu þar og má telja húsið ónýtt eftir brunann. Rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum hefur unnið að rannsókn þess eldsvoða. Upptök eldsins þar eru af mannavöldum og liggja játningar fyrir þar um. Við rannsókn málsins hafa 4 aðilar notið réttarstöðu sakbornings. Málið telst að fullu upplýst.Segir í fréttatilkynningu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Klætt þak 11-11-08.
  • Byrjað að reisa húsið.27-10-08.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:26-06-2010.
  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
  • Gengið upp Sýrárdal.
Vefumsjón