Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. janúar 2013 Prenta

Frítt blað.

Bæjarins besta 20 desember 2012.
Bæjarins besta 20 desember 2012.
Á dögunum kom fram á vef Bæjarins besta að á nýju ári verði Bæjarins besta dreift ókeypis til lesenda á norðanverðum Vestfjörðum. Hringiðan, vikulegt blað sem Gúttó ehf., útgefandi BB, hefur gefið út og dreift ókeypis frá því í byrjun nóvember, verður sameinað Bæjarins besta, en með því ætti líftími blaðsins að lengjast til muna. Ástæða breytinganna er breytt landslag í útgáfu en samkvæmt nýjustu könnunum hefur sala og áskrift dagblaða, tímarita og héraðsfréttablað, minnkað töluvert frá hruninu árið 2008. Frá stofnun Bæjarins besta, 14. nóvember 1984 og fram til haustsins 1992 var blaðinu dreift ókeypis. Þá var svo komið að auglýsingatekjurnar stóðu ekki undir rekstrinum. Þá var aðeins og tvennt að ræða, að hætta útgáfu eða selja afurðina. Síðari kosturinn var valinn og er það því lesendum blaðsins að þakka að þrítugasti árgangurinn fer að líta dagsins ljós. BB var fyrsta blað landsins sem notendur netsins gátu séð í heild sinni á netinu, þ.e. eins og pappírsútgáfan leit út. Nánar hér á bb.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Fyrsta skófustúngan.Hrafn-Guðbjörg.22-08-08.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
Vefumsjón