Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. ágúst 2009 Prenta

Fundargerð stjórnarfundar haldinn 5.ágúst-2009.

Dynjandisheiði séð niðri Arnarfjörð.Mynd Mats Wibe Lund.
Dynjandisheiði séð niðri Arnarfjörð.Mynd Mats Wibe Lund.
Fundargerð stjórnarfundar haldinn miðvikudaginn 5. ágúst 2009, kl 12.00, á skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga, Árnagötu 2-4, Ísafirði og með aðstoð síma frá Hólmavík og Tálknafirði.

 

Til fundarins var boðað með dagskrá sem send var út þann 4 ágúst s.l..  Formaður setti fundinn og bauð stjórnarmenn velkomna til fundar.  Í síma voru Ari Hafliðason á Tálknafirði og Valdemar Guðmundsson á Hólmavík.  Á Ísafirði voru mætt til fundar Anna G Edvardsdóttir, Birna Lárusdóttir Sigurður Pétursson og Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri sem ritaði einnig fundargerð.

 

•1.      Fundargerð frá stjórnarfundi 8. júlí 2009.

Fundargerð stjórnarfundar þann 8. júlí s.l., hafði verið send út til stjórnar í tölvupósti 14. júlí s.l..  Fundargerð samþykkt.

 

•2.      54. Fjórðungsþings Vestfirðinga

  • a. Dagskrá fjórðungsþings

Farið yfir tímasetningar einstakar dagskrárliða og framkvæmdaratriði er varða kvöldverð og boðun gesta.

  • b. Kynningarmál

Mætt til fundar Albertína F Elíasdóttir, tímabundin starfsmaður sambandsins í undirbúningi Fjórðungsþings.  Rætt um uppkast að kynningarbæklingi um starfsemi Fjórðungssambands Vestfirðinga.  Samþykkt að gera útgáfu á íslensku og ensku. 

 

•3.      Bréf samgönguráðuneytis 30 júlí 2009.  Ósk um tilnefningu í starfshóp um framkvæmdir á Dynjandisheiði.

Tekið fyrir bréf samgönguráðuneytis. Bréfið er ritað til staðfestingar á ákvörðun samgönguráðherra sem hann kynnti á samkomu er haldin var á Dynjandisheiði þann 16. júlí s.l, í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá opnun vegar um heiðina. Fram kemur í bréfinu að ákveðið er að setja formlega af stað vinnu undirbúning við gerð nýs vegar um Dynjandisheiði. Til þess verks skal settur fimm manna starfshópur sem skipaður er þrem fulltrúum Vegagerðar og tveim fulltrúum sem tilnefndir eru að hálfu Fjórðungssambands Vestfirðinga.  Starfshópurinn taki til starfa nú í haust.  Tekið er fram í bréfinu að starfið sé ólaunað.

 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga vill í umfjöllun um bréf samgönguráðherra vekja athygli á stefnumótun vestfirskra sveitarfélaga í samgöngumálum. Ein megináhersla í þeirri stefnumótun, allt frá árinu 2004, er að samhliða framkvæmdum við gerð jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar (Dýrafjarðargöng), verði hafist handa við gerð jarðganga undir Dynjandisheiði. Vísað er hér til samþykkta frá árinu 2004 og 2008, á 49. og 53. Fjórðungsþings Vestfirðing um stefnumótun í samgöngum á Vestfjörðum.  Ávallt er vísað til þessarar stefnu þegar fjallað er um málaflokkinn á vegum sveitarfélaganna á Vestfjörðum eða samtaka þeirra.

 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga telur sig hinsvegar ekki geta sett sig í andstöðu við að hraðað sé vinnu við hönnun og mat á áhrifum framkvæmdar á vegi um Dynjandisheiði í samhengi við gerð Dýrafjarðargangna.  Ekki sé fyrirfram gefið hver verði niðurstaða þeirrar vinnu og mikilvægt að tryggja aðkomu fulltrúa sveitarfélaga á Vestfjörðum í þessu máli. 

 

Stjórn samþykkir að tilnefna Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur, Tálknafirði og Sigurð Pétursson, Ísafirði í starfhóp um framkvæmdir á Dynjandisheiði. 

 

•4.      Tölvupóstur. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, 29. júlí 2009.

Tilkynnt um breytta dagsetningu aðalfundar SSV, sem verði þann 11. og 12. september n.k. í stað 27. og 28. ágúst n.k..

 

•5.      Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga.  17. júlí 2009.  Lýðræðismál í sveitarfélögum og málþing 19.ágúst n.k.

Tekið fyrir bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem lýðræðishópur Sambands íslenskra sveitarfélaga kynnir áherslur og umræðugrundvöll er varða lýðræðismál í sveitarfélögum.  Boðað er til málþings í Reykjavík þann 19. ágúst n.k. til að hefja umræðu sem síðar verði tekin á vettvangi sveitarfélaga og á aðalfundum landshlutasamtaka nú í haust. 

 

Stjórn telur mikilvægt að fjallað verði um þennan málaflokk á vettvangi sveitarfélaga á Vestfjörðum.  Dagskrá Fjórðungsþings Vestfirðinga hefur þegar verið ákveðin og felur stjórn framkvæmdastjóra að finna hentuga dagsetningu fyrir sérstakan fund til umfjöllunar um málaflokkinn.  Kannað verði einnig hvort taka megi upp fleiri málefni á þeim fundi samanber umræðu á fundi stjórnar þann 8. júlí s.l. um málefni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

 

•6.      Tölvupóstur. Starfshópur um endurskoðun á starfsemi landshlutasamtaka sveitarfélaga 14. júlí 2009. Drög að viðauka við skýrslu. 

Starfshópur um endurskoðun á starfsemi landshlutasamtaka stefnir að því að skila af sér skýrslu til samgönguráðuneytis nú ágúst. Í viðauka með skýrslunni verður lýst starfsemi hverra samtaka fyrir sig.  Í tölvupósti frá 14. júlí er óskað eftir athugasemdum Fjórðungssambands Vestfirðinga við drög að kynningu á starfsemi sambandsins. Framkvæmdastjóra falið að svara erindi starfshópsins.

 

•7.      Bréf. Ísafjarðarbær, 14. júlí 2009.  Rannsóknarleyfi á kalkþörungaseti í Ísafjarðardjúpi. 

Lagt fram til kynningar bréf Ísafjarðarbæjar er varðar beiðni Orkustofnunar um umsögn sveitarfélagsins um umsókn franska fyrirtækisins Groupe Roullier til rannsókna á kalkþörungasetlögum í Ísafjarðardjúpi.  Framkvæmdastjóri kynnti að forsvarsmenn fyrirtækisins hafa óskað eftir fundi nú í september til kynningar á áformum fyrirtækisins á Íslandi.  

 

Stjórn FV fagnar áhuga á nýtingu náttúruauðlinda á Vestfjörðum en beinir því til stjórnvalda að leggja aukna áherslu á frumrannsóknir á nýtingu náttúruauðlinda á hafsbotni og umhverfisáhrifum þeirra.  Samhliða verði tekið til skoðunar, að stjórnun á nýtingu náttúruauðlinda við strandsvæði landsins verði í auknum mæli færð frá ríkisvaldi til sveitarfélaga. 

 

•8.      Bréf Íslandsbanki. Dags 6. júlí 2009. Áframhaldandi lokun Sjóðs 1 - Skuldabréf

Tekið fyrir bréf Íslandsbanka varðandi áframhaldandi lokun á viðskipti í Sjóði 1 eða til loka janúar 2010 en einnig boðið upp á að fara í slitaferil. Málið var rætt á fundi stjórnar þann 8. júlí s.l. en þá lágu fyrir efnisatriði bréfsins samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Íslandsbanka.  Framkvæmdastjóri hefur rætt málið við endurskoðendur og gerir þá tillögu að ekki verði verð farið í slitaferil.  Tillagan samþykkt.

 

•9.      Bréf. Aðalfundargerð frá aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða 27. maí 2009.

Kynnt fundargerð aðalfundar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða frá 27. maí s.l.,  fundargerðin verður nú send sveitarfélögum til kynningar.

 

•10.  Bréf. Fjórðungssamband Vestfirðinga.15. júlí 2009.  Boðun sveitarfélaga á Vestfjörðum á 54. Fjórðungsþings Vestfirðinga

Kynnt.

 

•11.  Bréf. Fjórðungssambands Vestfirðinga, 15. júlí 2009. Kjörbréf þingfulltrúa 54. Fjórðungsþings Vestfirðinga

Kynnt

 

•12.  Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga, 15. júlí 2009. Boðun gesta á 54. Fjórðungsþings Vestfirðinga 

Kynnt

•13.  Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga, 14. júlí 2009. Útsending fundargerðar 8. júlí 2009.

Kynnt

 

•14.  Önnur mál

  • a. Framkvæmdastjóri kynnti tölvupóst frá Kristni H Gunnarssyni, fyrrv. alþm, frá 10. og 17. júlí s.l. þar sem hann í forsvari undirbúningshóps, óskar eftir aðkomu og fjárstuðningi við samkomu sem haldin var í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá opnun vegar um Dynjandisheiði. Þetta erindi var kynnt stjórnarmönnum í tölvupósti. Stjórn staðfestir nú að framkvæmdastjóri tæki þátt undirbúningsfundum og að veita framlag til verkefnisins að fjárhæð kr 82.500,-.

 

  • b. Næstu fundir stjórnar. Samþykkt að boða til funda þann 27. ágúst n.k., kl 10.00 og þann 3. september, kl 20.00. Unnið verði að undirbúningi fjórðungsþings s.s. gerð ályktana og fjárhagsáætlun.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.30 

Nánar á www.fjordungssamband.is 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Sirrý og Siggi.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
  • Borgarísjaki ca 4 til 5 km NA af Gjögurflugvelli 13-01-2005.
Vefumsjón