Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. janúar 2010 Prenta

Fundur á Ísafirði um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

Frá fjórðungsþingi Fjórðungssambans Vestfirðinga í haust.Mynd Bæjarins besta.
Frá fjórðungsþingi Fjórðungssambans Vestfirðinga í haust.Mynd Bæjarins besta.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV) boða til sameiginlegs kynningarfundar á Ísafirði föstudaginn 15. janúar um nýjar leiðir til að efla sveitarstjórnarstigið.

Fundurinn er haldinn í kjölfar þess að nýlega undirrituðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga yfirlýsingu um að skipa samstarfsnefnd til að ræða og meta sameiningarkosti sveitarfélaga í hverjum landshluta. Nefndin skal kynna sér stöðu mála í einstökum landshlutum og viðhorf sveitarstjórnarmanna og almennings til sameiningar. Að því loknu skal hún leggja fram drög um sameiningarkosti í hverjum landshluta og verði þau lögð fyrir landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2010 til umræðu og álits. Að því loknu mun ráðherra leggja fyrir Alþingi áætlun um sameiningar sveitarfélaga til ársins 2014 sem byggist á umræðum og áliti landsþingsins.

Í byrjun september 2009 samþykkti 54. fjórðungsþing Fjórðungssambands Vestfirðinga að fela stjórn FV að hefja undirbúningsvinnu og athuganir á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaga á Vestfjörðum. Verkefnin falla því mjög vel hvort að öðru og munu aðilar þessa máls vinna sameiginlega að því markmiði að efla sveitarstjórnarstigið.

Sameiningarnefnd ráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga mun leggja áherslu á að sameining sveitarfélaga geti skapað betri forsendur fyrir frekari verkefnaflutningi frá ríki til sveitarfélaga, fyrir frekari breytingum á tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga, og gert sveitarfélögum betur kleift að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra, svo sem varðandi íbúaþjónustu, stjórnsýslu, fjármál og ábyrgð.

Nefndin mun einnig meta fyrir hvert landssvæði hvaða aðrar aðgerðir gætu falið í sér frekari styrkingu viðkomandi sveitarfélaga í kjölfar sameiningar, svo sem varðandi breytta verkaskiptingu milli ríkis og viðkomandi sveitarfélaga, úrbætur á sviði samgöngu- og fjarskiptamála, nýjar leiðir í uppbyggingu stjórnsýslu og grenndarlýðræðis, úrbætur á sviði félags- fræðslu- og menningarmála, og stuðla að því að nýlegar aðgerðir og áætlanir á sviði atvinnu- og byggðamála skili sér til sveitarfélaganna.

Í sameiningarnefndinni eru: Flosi Eiríksson og Dagný Jónsdóttir sem skipuð eru af ráðherra, Soffía Lárusdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson sem skipuð eru af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Starfsmaður nefndarinnar verður Sigurður Tómas Björgvinsson stjórnsýsluráðgjafi og auk þess starfar Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í ráðuneytinu, með nefndinni.

Fundurinn verður haldinn í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði, föstudaginn 15. janúar og hefst klukkan 16.30. Fundurinn er einnig haldinn með aðstoð fjarfundabúnaðar í Grunnskólanum á Reykhólum og í Skor, þróunarsetri Patreksfirði. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um eflingu sveitarstjórnarstigsins.  

Dagskrá:

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ávarp.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, ávarp.

Anna Guðrún Edvardsdóttir, formaður stjórnar FV: Staða sameiningarmála á Vestfjörðum.

Flosi Eiríksson, formaður samstarfsnefndar, kynning á verkefninu: Nýjar leiðir í eflingu sveitarstjórnarstigsins.

Sigurður Tómas Björgvinsson, starfsmaður sameiningarnefndar: Lærum af reynslunni - nýjar áherslur í sameiningarmálum.

Fundarstjóri verður Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri FV

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
Vefumsjón