Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. febrúar 2005 Prenta

Fyrir þrjátíu árum.

Frá skírn í Árneskirkju 08-06-1975.
Frá skírn í Árneskirkju 08-06-1975.
Vefsíðan fékk frábært bréf frá heiðurshjónum nú fyrir stuttu og reynir heimasíðan að koma því á framfæri hér með,þaug hafa orðið:

Fyrir 30 árum,nánar tiltekið 1975, fjölgaði nýfæddum í Árneshreppi um 6 einstaklinga.Þykir það nokkuð merkilegt fyrir tvennar sakir.
Fyrst þær að líklega hafa ekki fæðst svo margir einstaklingar á sama árinu eftir þetta í hreppnum.
Hitt er að fjögur fyrstu börnin á árinu fæðast á sex vikna tímabil.
Einhverjar vangaveltur hafa verið um hvað hafi komið af stað þessari miklu frjósemi.Hvort það var kalt vor eða eitthvað annað skal ósagt látið.
Þann 8.júní 1975 voru skírð saman í Árneskirkju af séra Andrési Ólafssyni,Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir frá Djúpavík fædd 16 janúar,Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Munaðarnesi F 6/2,Arnar Hallgrímur Ágústsson frá Steinstúni F 9/2 og Benidikt Jón Guðmundsson frá Stóru-Ávík F 27/2.Síðar á árinu fæðist Pálina Hjaltadóttir í Bæ 12 október og Benedikt G.Karlsson frá Djúpavík fæddur 4 nóvember.
Viljum við undirrituð senda öllu þessu fólki hamingju óskir með tugina þrjá.
Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir og Sæmundur Pálsson frá Djúpavík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Trékyllisvík 10-03-2008.
  • Úr sal.Gestir.
  • Borgarísjaki V við Reykjaneshyrnu 26-08-2018.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Þakpappi komin á meiri hluta af þakinu.13-11-08.
Vefumsjón