Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. október 2017 Prenta

Fyrsti fundur verkefnisstjórnar Brothættra byggða í Árneshreppi.

Fundarmenn.
Fundarmenn.

 

Á fyrsta verkefnisstjórnar Brothættra byggða í Árneshreppi sem haldinn var þriðjudaginn 3. október í félagsheimilinu í Árnesi bar mörg mál á góma. Farið var yfir niðurstöður íbúaþings frá því í júní, stöðuna í Árneshreppi og rætt um næstu skref í verkefninu.

 

Í júní síðastliðnum stóðu Árneshreppur, Byggðastofnun og Fjórðungssamband Vestfirðinga fyrir íbúaþingi í Árneshreppi sem var ágætlega sótt og umræður voru fjörugar. Í framhaldi af því endurnýjaði hreppurinn umsókn sína til Byggðastofnunar, um þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir og var sú umsókn samþykkt á fundi stjórnar stofnunarinnar í ágúst s.l. Í framhaldi af því var skipuð verkefnisstjórn sem nú hefur tekið til starfa og á næstu dögum verður gerður formlegur samstarfssamningur um verkefnið, svipað og gert hefur verið á öðrum svæðum Brothættra byggða.

 

Úrbætur í samgöngum voru talsvert ræddar á fundinum, ekki síður en á íbúaþinginu. Brýnast þykir að staðið verði við þau áform Vegagerðarinnar að hefja vinnu við endurnýjun vegarins yfir Veiðileysuháls árið 2018, jafnframt því að bæta vetrarþjónustuna. Þessi mál verða sett á oddinn á næstu vikum og verða án efa áberandi í markmiðum og verkefnisáætlun fyrir verkefnið í samræmi við vilja íbúaþings.

 

Auk annarra mála var nokkuð rætt um stöðu verslunar í sveitinni og hvað er til ráða, nú þegar kaupfélagið hefur lokað útibúinu. Heimamenn eru að vinna að lausn málsins. Þá var rætt um íbúafund sem verði haldinn svo fljótt sem verða má þegar drög að markmiðum og verkefnisáætlun fyrir verkefnið liggur fyrir. Þá þarf og að skilgreina hlutverk og skipulag fyrir verkefnisstjóra í verkefninu.

Nánar á www.arneshreppur.is

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Borgarísjaki með tvo tinda er NNV við Reykjaneshyrnu ca 18 KM frá landi.26-08-2018.
Vefumsjón