Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. febrúar 2008 Prenta

GSM símasamband kannað.

GSM sími.
GSM sími.
Eftir að STRANDIR.ÍS kom með fréttina um að Vodafone hefði sett upp langdrægan sendi á Steinnýjarstaðafjalli ofan við Skagaströnd,hafa nokkrir hér í sveit verið að prufa hvar næðist símasamband.
Þar á meðal Oddný Þórðardóttir oddviti Árneshrepps á Krossnesi,enn hún er með GSM síma frá Vodafone ,það er gott samband á Krossnesi og við sundlaugina og þá örugglega á eiðibýlinu Felli.
Að sögn Oddnýjar næst ekkert samband við Kaupfélagið hné í Norðurfirðinum,bara rétt innfyrir svonefnt leyti.
Í gær voru flugmennirnir sem voru lengi á Gjögurflugvelli vegna bilunarinnar á flugvélinni,með GSM síma annar var með síma frá Símanum sá sími var dauður,enn hinn flugmaðurinn var með síma frá Vodafone og á þeim síma var fullur stirkur enda talaði hann oft suður.
Þá er örugglega gott samband niðrá Gjögri og innfyrir Kjörvog og norður í Hyrnu við svonefnt Reyðholt(þar sem símaskúrinn er).
Þá er sambandslaust þar sem byggð er svo sem í Ávíkunum,og í Trékyllisvík ekki vitað með Mela og Norðurfjarðabæirnir eru úti eins og áður hefur komið fram og Djúpavík örugglega sambandslaust með GSM,enn ekkert hefur verið athugað inn með Reykjarfirði og lengra inneftir.
Undirritaður er með GSM síma frá Símanum og hefur ekkert getað prufað því ekki kann maður við að hringja í neyðarlínuna til að prufa,enn allir símar eiga geta náð í hana.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Gamla bryggjan á Norðurfirði og ís.
  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Séð til Krossness frá Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
Vefumsjón