Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. september 2008
Prenta
Gagnvegur eins árs.
Prentmiðillinn Gagnvegur varð eins árs nú um mánaðarmótin,þetta er eini prentmiðillinn á Ströndum sem Kristín Sigurrós Einarsdóttir gefur út og er hún einnig ritstjóri blaðssins.
Það er margt efni sem kemur fram í Gagnvegi sem kemur ekki fram í netmiðlum á Ströndum,svo sem útvarps og sjónvarpsdagskrá og Strandamaður vikunnar og Penninn þar sem Strandamönnum er gefin kostur að skrifa um ýmis hugleikin mál.Ekki má gleyma ritstjórnarspjalli Kristínar sem er alltaf fremst í blaðinu og er mjög vinsælt.
Gagnvegi er dreift frítt á öll heimili í Strandasýslu.
Vefsíðan Litlihjalli óskar Kristínu og Gagnvegi til hamingju með þennan áfanga.