Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. september 2009 Prenta

Gengur ekki að loka um miðjan ágúst.

Sigurður Atlason formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Sigurður Atlason formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
BB.ÍS.
Það er að mínu mati reginhneyksli hvernig ástatt er fyrir ferðaþjónustunni á Vestfjörðum", segir Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða við fréttamann BB, þegar hann er spurður út í grein Rúnars Karlssonar  á bb.is (Aðsendar greinar: Lok lok og læs ...). „Þegar um er að ræða fyrirtæki í þjónustugreinum, hvort sem við erum að tala um grunnþjónustu eins og mat eða afþreyingu eins og bátsferðir og söfn, þá ætti enginn að komast upp með að fleyta eingöngu rjómann ofan af ferðaþjónustunni og hafa ekki úthald í að klára allavega það tímabil sem við höfum verið að fjalla um undanfarin mörg ár. Það þarf að lengja ferðaþjónustutímabilið og það er alveg ljóst að það gengur ekki að loka um miðjan ágúst eða opna staði þegar liðið er á júnímánuð. Þetta er málefni sem Ferðamálasamtökin geta raunar kannski lítið gert í annað en að reyna að ná til aðila innan samtakanna", segir Sigurður við BB.

"Og árfam segir Sigurður„Maður veltir því fyrir sér í leiðinni hvort við þurfum einfaldlega að hægja á okkur í markaðsmálum og fara að huga á ný, eins og fyrir tíu árum, að innviðum ferðaþjónustunnar. Þetta sem komið er upp á núna á þessu hausti er út um alla Vestfirði. Þetta er að gerast um allar Strandir, á suðursvæðinu, á norðursvæðinu og alls staðar hringinn í kringum Vestfjarðakjálkann, að staðir hafa verið að loka þegar vika er eftir af ágústmánuði og jafnvel fyrr og skilja eftir í uppnámi þá sem ætla sér að halda þjónustunni lengur áfram. Þetta á bæði við um grunnþjónustuna, veitingarnar, og hvers kyns afþreyingu. Ef menn ætla að haga sér svona verður það einfaldlega til þess að það verður aldrei litið á ferðaþjónustuna sem alvöru atvinnugrein."
Spurning fréttamanns BB"
- Hefurðu einhverja von um að þetta geti breyst á allra næstu árum?

„Nei, ég á enga sérstaka von á því. Það er ekki í fyrsta sinn sem þetta er að gerast. Vissulega hefur verið óvenjulega mikill fjöldi ferðamanna á Vestfjörðum á þessu ári en þetta er búið að vera vandamál til margra ára. Það hefur verið haft orð á þessu hvert einasta haust að það sé fulllangt gengið að verið sé að loka um miðjan ágúst og hafa ekki opið allavega út ágústmánuð og fram í september. En það hefur ekkert breyst. Það hefur ekki nokkur skapaður hlutur breyst í ferðaþjónustu á Vestfjörðum nema að við erum búin að fá Markaðsstofuna sem heldur merkjum ferðaþjónustunnar á lofti og hvetur fólk til að koma hingað á svæðið. Það gengur sannarlega vel. En við hin sem erum að starfa í ferðaþjónustunni högum okkur mörg hver einfaldlega eins og fífl."
Nánar hér á www.bb.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Baðkar komið á sinn stað.01-05-2009.
  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
  • Árneskirkja hin nýja:01-04-2010
  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
  • 24-11-08.
  • Hurð á geymslu NA,18-11-08.
Vefumsjón