Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. október 2012 Prenta

Góð kjörsókn í Árneshreppi í síðustu forsetakosningum.

Drangaskörð. Kosningaþátttaka í Árneshreppi á Ströndum var ein sú besta á landinu öllu í síðustu forsetakosningum, eða 83% .
Drangaskörð. Kosningaþátttaka í Árneshreppi á Ströndum var ein sú besta á landinu öllu í síðustu forsetakosningum, eða 83% .
Kosningaþátttaka í Árneshreppi á Ströndum var ein sú besta á landinu öllu í síðustu forsetakosningum, en 83% kosningabærra manna í hreppnum greiddu atkvæði í kosningunum. Aðeins í Tjörneshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu var kosningaþátttakan betri, eða 83,6%. Kosningaþátttaka á Vestfjörðum var í takt við þátttöku á landsvísu, en 69,3% kosningaþátttaka var í síðustu forsetakosningunum.
Tálknafjarðarhreppur var það sveitarfélag á Vestfjörðum sem hafði lægsta kosningaþáttöku á svæðinu, eða 68,4%. Í Ísafjarðarbæ var kosningaþáttaka 73,8% og í Bolungarvík 70,4%. Norðvesturkjördæmi er fámennasta kjördæmi landsins, en þar eru 15.346 kjósendur á kjörskrá. Þetta kom fram á vef Bæjarins besta í morgun.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Seð yfir Trékyllisvík Litla-Ávík næst.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Úr sal.Gestir.
Vefumsjón