Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. febrúar 2014 Prenta

Gömul hafísmynd.

Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
1 af 2
Skúli Alexanderson fyrrverandi alþingismaður sendi vefnum frábæra  mynd af hafís á Reykjarfirði frá árinu 1965,myndin var tekin frá Djúpavík. „Skúli segist alltaf vera mikill aðdáandi fréttavefsins litlahjalla,enda er ég strandamaður í húð og hár. Ég er uppalinn í Kjós í Reykjarfirði syðri og á hús í Djúpavík og dvelst þar mikið á sumrum,en rek nú gistiheimili á Hellissandi. Skúli segist fylgjast vel með fréttum frá Árneshreppi helst ekki fara að sofa án þess að kíkja á vef litlahjalla. Því miður segist Skúli ekki hafa fundið fleiri hafísmyndir í myndalbúmi sínu.“ Jón Guðbjörn veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík hefur nú skannað myndina og sendi á bókasafn Veðurstofu Íslands,með leyfi Skúla. Guðrún Pálsdóttir bókasafnsfræðingur þar segir myndina mjög mikilvæga í hafísmyndasafnið og hvetur fólk sem hefur gamlar myndir af hafís að hafa samband við sig á Veðurstofunni. Þór Jakobsson hafísfræðingur og fyrrum starfsmaður Veðurstofu Íslands tekur í sama streng,og segir öll svona gögn mikilvæg upp á framtíðina. Myndin er komin á litlahjalla undir Ýmsar myndir og á Hafísmyndir Jóns G Guðjónssonar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Fell-06-07-2004.
  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
  • Teikning af nýju kaffihúsi á Norðurfirði.
  • Kort Árneshreppur.
Vefumsjón