Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. júlí 2020 Prenta

Göngumenn í vanda á Trékyllisheiði við Búrfell.

Frá leitinni. Mynd Davíð M Bjarnason.
Frá leitinni. Mynd Davíð M Bjarnason.

Klukkan þrjú í dag voru björgunarsveitir á Ströndum kallaðar út vegna tveggja göngumanna í vanda á Trékyllisheiði. Og síðan rétt fyrir klukkan 17 í dag fundu björgunarsveitarmenn göngufólkið á Trékyllisheiði við Búrfell. Þau báru sig nokkuð vel en voru orðin blaut og köld enda hafði ringt mikið fyrr um daginn. Björgunarsveitafólkið gaf þeim heitt að drekka og nýbakaðar kleinur, þau hresstust fljótt og ákváðu að fara í fylgd björgunarsveitar til byggða. Komu þau í Norðurfjörð nú rétt fyrir átta, þar geta þau gist, þurrkað farangurinn sinn og haldið ferðalagi sínu áfram.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Þakjárn komið á mikið til á bílskúr,22-11-08.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • Árnesey-06-08-2008.
  • Afmælisbarnið síunga ásamt gestum.
  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
Vefumsjón