Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. desember 2011 Prenta

Gott kvöld á Hólmavík.

Úr leikritinu.Mynd Jón Jónsson.
Úr leikritinu.Mynd Jón Jónsson.
Leikfélag Hólmavíkur sýnir leikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur um hátíðirnar. Um er að ræða barnaleikrit með söngvum fyrir gesti á öllum aldri og eru leikarar alls 22. Flestir í leikarahópnum eru á grunnskólaaldri, en reynsluboltar úr leikfélaginu taka einnig þátt í sýningunni. Leikstjóri er Kristín Sigurrós Einarsdóttir á Hólmavík. Í leikritinu segir frá hugmyndaríkum strák sem er aleinn heima um kvöld með bangsa sér til halds og trausts, þegar pabbi skreppur að sækja mömmu. Ótal furðuskepnur koma í heimsókn, meðal annars hungurvofa og hrekkjusvín, hræðslupúki og letihaugur, þannig að stráksi og bangsi hafa í nógu að snúast. Leikritið hlaut tilnefningu til Grímuverðlaunanna árið 2008 sem besta barnaleikritið.

Frumsýning verður í félagsheimilinu á Hólmavík 29. desember kl. 20:00. Aðrar sýningar eru 30. desember, 4. janúar og 6. janúar, alltaf kl. 20:00.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Reykjarfjörður-11-09-2002.
  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Séð til Bergistanga og hafís,Reykjaneshyrna í baksýn.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
Vefumsjón