Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. apríl 2015 Prenta

Grásleppuveiðidögum fjölgað úr 20 í 32.

Grásleppa.
Grásleppa.

Mars- rall Hafrannsóknastofnunar gaf hæstu mælingu á grásleppustofninum í 9 ár og í samræmi við jákvæða ráðgjöf stofnunarinnar hefur verið ákveðið að fjölga veiðidögum úr 20 í 32. Samkvæmt ráðgjöfinni er miðað við að heildarveiði á grásleppu á þessari vertíð verði ekki meiri en 6.200 tonn. Ætla má að það svari til um 11.272 tunna af hrognum. 

Í reglugerð nr. 177/2015 um hrognkelsi sem kom út 23. febrúar 2015 voru grásleppuveiðileyfi hvers báts gefin út til 20 samfelldra daga til bráðabirgða. Mikil óvissa er ævinlega um heildarafla við grásleppuveiðar þar sem að fyrir utan hina líffræðilegu óvissu  er óljóst um fjölda virkra grásleppuleyfa hverju sinni. Fjöldi þeirra fer líkast til eftir veiðivon, þá ekki hvað síst verði og afsetningarmöguleikum á markaði hverju sinni, en grásleppuvertíðin í ár fer afar vel af stað.

Með hliðsjón af framansögðu hefur Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið ákveðið að fjölga dögum við grásleppuveiðar úr 20 í 32 með reglugerð sem gefin var út í gær. Ákvörðunin skoðast áfram sem fjöldi daga til bráðabirgða og verður endurskoðuð um miðjan næsta mánuð þegar ætla má að betri yfirsýn verði komin yfir fjölda leyfa og aflabrögð. Í þessu samhengi er rétt að geta þess að grásleppa af Íslandsmiðum hefur fengið MSC-vottun með þeim skyldum um ábyrga fiskveiðistjórn sem því fylgir, að halda veiðum í samræmi við rágjöf um leyfilegan heildarafla.  

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn Guðjónsson 60. ára
  • Séð yfir Norðurfjörð.
  • Borgarísjaki Vestur af Sæluskeri. 27-08-2018.
  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
  • Kistuvogur þar sem galdrabrennur fóru fram.28-06-2003.
Vefumsjón