Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. desember 2010 Prenta

Grásleppuvertíðin 2010 sú besta síðan 1987.

Grásleppubátur vitjar um net.
Grásleppubátur vitjar um net.

Heildarafli á grásleppuvertíðinni 2010 svaraði til 17.947 tunna af söltuðum hrognum.  Fara þarf aftur til ársins 1987 til að finna viðlíka veiði.  Afkoma flestra sem stunduðu veiðarnar var góð, hátt verð á hrognunum og meðalveiði á bát 52 tunnur sem er rúmum fjórðungi meira en á síðustu vertíð.

Alls stunduðu 344 bátar veiðarnar á vertíðinni sem var 65 bátum fleira en 2009 og 115 fleiri en á vertíðinni 2008.

Af einstökum veiðisvæðum var langmest veiði í Breiðafirði 5.480 tunnur eða 30% heildarveiðinnar.  Mestu var landað í Stykkishólmi 2.736 tunnur og næst hæsti löndunarstaðurinn var Brjánslækur með 1.481 tunnu og í þriðja sæti Akranes með 1.347 tunnur.
Frá þessu er sagt á vef Landssambands smábátaeiganda.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Ferðafélagshúsið er rétt fyrir ofan myðja mynd.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Blandað í steypubílinn.06-09-08.
Vefumsjón