Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. mars 2012 Prenta

Hætt við snjómokstur vegna snjóflóða.

Vegurinn í Urðunum í vetur.
Vegurinn í Urðunum í vetur.

Vegurinn hér í Árneshreppi var mokaður í morgun frá Norðurfirði til Gjögurs. Talsvert snjóaði í gærkvöldi og fram á morgun,en þá fór að rigna ofaní allt saman. Talsvert snjóflóð féll í Urðunum rétt efst í Stórukleifabrekkunni nokkru eftir eitt í dag,það sást úr Kaupfélaginu þegar það féll og spýttist yfir veginn og framaf sjávarmegin. Pósturinn var alveg nýlega búin að fara þarna um eftir að hann sótti Póstinn til Norðurfjarðar og fara með í flug,einnig voru tveir farþegar með honum. Ekki verður reynt að opna þarna aftur fyrr enn í fyrsta lagi í kvöld eða í fyrramálið segir Jón Hörður Elísson hjá Vegagerðinni á Hólmavík,þegar mesta hættan er liðin hjá þegar kólnar í kvöld. Einnig var byrjað að opna veginn frá Kjörvogi til Djúpavíkur en því var hætt vegna snjóflóða og snjóflóðaspýja sem voru að falla úr hlíðunum á veginn og moksturstæki snúið frá.

Athugasemdir

Atburðir

« 2021 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Það stærsta og besta af viðnum verður tekinn.
  • Ægir Thorarensen kemur á Agnesi Guðríði ÍS-800.
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
Vefumsjón