Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 7. apríl 2012 Prenta

Hafa safnað nauðsynlegum lágmarksfjölda.

Þóra Arnórsdóttir ásamt manni sínum Svavari Halldórssyni.
Þóra Arnórsdóttir ásamt manni sínum Svavari Halldórssyni.

Ríflega þrjú hundruð stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur um allt land, hófu í morgun söfnun meðmælenda með framboði hennar í forsetakosningunum í sumar. Söfnunin gekk mjög vel og voru viðbrögð framar vonum.  Ríflegur lágmarksfjöldi úr öllum fjórðungum hefur nú þegar ritað meðmæli sín á þar til gerð eyðublöð og er heildarfjöldinn ríflega tvö þúsund undirskriftir sem er rúmlega fimm hundruð undirskriftir umfram lögbundið lágmark. Mest skal safna þrjú þúsund undirskriftum og munu stuðningsmenn Þóru taka áfram á móti þeim sem vilja mæla með framboði hennar yfir páskahelgina. Þá verður meðmælunum safnað saman, þau yfirfarin og flokkuð nákvæmlega og óskað eftir vottorðum yfirkjörstjórna. Um leið og þau eru fengin verður meðmælunum skilað til innanríkisráðuneytisins, ásamt samþykki Þóru Arnórsdóttur forsetaefnis. Stuðningsmenn Þóru vilja þakka viðtökurnar um allt land og má af þeim sjá að fjöldahreyfing er að verða til, framboðinu til stuðnings.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Björn og Gunnsteinn.
  • Skip á Norðurfirði.30-04-2006.
  • Skip á Norðurfirði 19-04-2007.
  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
Vefumsjón