Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. nóvember 2009
Prenta
Hafís við Vestfirði 22-11-2009.
Á gervihnattamyndinni hér hægra megin sem tekin var 22. nóvember 2009 kl. 13:10 sést hafísröndin vel. Samkvæmt myndinni þá lítur út fyrir að þykkur ís sé um 100 sml vestnorðvestur (VNV) af Straumnesi. Stakir jakar geta verið nær landi.
Næstu daga verður norðaustanátt ríkjandi á Grænlandssundi.
Þetta kemur fram á Hafísvef Veðurstofu Íslands.