Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. febrúar 2017 Prenta

Hafísinn er út í hafsauga.

Hafísröndin er byggð á gervitunglamynd frá 28 janúar. Ísinn virðist vera fremur þéttur vestan jaðarsins og er í um 110 Nm NV af Vestfjörðum.Kort VÍ.
Hafísröndin er byggð á gervitunglamynd frá 28 janúar. Ísinn virðist vera fremur þéttur vestan jaðarsins og er í um 110 Nm NV af Vestfjörðum.Kort VÍ.
1 af 3

Hafís hefur ekki sést lítið sem ekkert frá landi síðan í lok desember 2010 þegar hinn frægi Jóli var á ferðinni. Jakinn Jóli varð frægur því það var fyrsti hafísjaki, Grænlenskur- Íslenskur sem fékk nafn af hafísathugunarmanni á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Veðurstofa Íslands fylgdist allaf vel með jakanum gegnum upplýsingar frá hafísathugunarmanni. Einnig fylgdnist MBL.ís vel með og birti fréttir bæði frá hafísdeild Veðurstofunnar og af Litlahjalla, sem er vefsíða Jóns veðurathugunarmanns, eða frá átjánda desember til tuttugusta og níunda, þegar hann hvarf sjónum hafísathugunarmanns á veðurstofunni í Litlu-Ávík.

Veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík hefur alltaf fylgst vel með hafís frá upphafi veðurathugunar í Litlu-Ávík 1995. Enn frá árinu 2000 fór hafís að láta bera á sér við landið. Frá árinu 2001 fór mikið að bera á hafís við ströndina, stakir jakar og árið 2005 fylltust víkur og firðir af hafís. Frá árinu 2001 var hafísathugunarmaður mikið til í sambandi við hafísdeild Veðurstofu Íslands, við þau Þór Jakobsson veður og hafísfræðing, og aðstoðarkonu hans Sigþrúði Ármannsdóttur ,og sendi hafísfréttir. Enn sérstaklega var mikið um hafísfregnir árið 2005, þegar allt var fullt af hafís eins og áður sagði. Þór Jakobsson telur að veðurathugunarmaðurinn og hafísathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík hafi verið fyrstur manna að taka myndir af hafís með útskýringum á hafísfréttum til hafísdeildar Veðurstofunnar, (allavega byrtist fyrsta mynd sem Jón tók af hafísjaka á norsku veðurstofunni, en þar vann íslenskur veðurfræðingur á þeim tíma.)

Nú er hafís út í hafsauga eftir kortum hafísdeildar Veðurstofu Íslands. Veðurathugunarmaður hefur oft gengið langt uppá Reykjaneshyrnu, eða alveg upp á Hyrnuna síðastliðið sumar og gerir alltaf annað slagið með sjónauka með sér, þannig að Jón er alltaf á hafísvakt. Ekkert hefur sést til ís nú undanfarið þótt einhverjir bátar eða skip hafi gefið einhver jakabrot upp á liðnu sumri nær landi.( Fréttin er byggð úr dagbók og veðurbókum og einnig úr myndasafni Jóns G Guðjónssonar.)

Munið eftir hafísmyndasafninu hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Drangajökull séð frá Litlu-Ávík.05-02-2008.
  • Steinstún-2002.
  • Jón Guðbjörn ætlar að fara að mæla sjávarhita. Mynd Kristín Bogadóttir.30-10-2015.
  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
Vefumsjón