Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. nóvember 2008 Prenta

Hafísinn færist nær landi.

Hafískort frá Jarðvísindastofnun Háskólans 20-11-08.
Hafískort frá Jarðvísindastofnun Háskólans 20-11-08.
1 af 2
Samkvæmt vef Veðurstofunnar kemur fram á gervihnattamyndum frá 19. nóvember að hafís er um 50 sjómílur frá Straumnesi.

Fram yfir helgi verður vestlæg átt ríkjandi að mestu leiti á Grænlandssundi og því mun ísinn færast enn nær landi.  Reikna má með að stakir jakar og rastir komi inn á Vestfjarðamið á næstunni og jafnvel nokkuð þéttur ís.

Sjávarhitinn á þessum slóðum er um 4°-5°C og því má búast við að ís bráðni frekar hægt. 

Eins og ávallt eru sjófarendur beðnir um að fara að öllu með gát.  Einnig er rétt að hafa í huga að gervihnattamyndin hér að neðan gefur hugmynd um hafísröndina, en stakar jakir og rastir geta verið út fyrir hafísröndina sem teiknuð er inn á myndina.

Hér er einnig mynd frá Jarðvísindastofnun Háskólans sem er frá því í dag og er hætt við að ísinn sé enn nær landi en mynd Veðurstofunnar sínir,eða stöku jakar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
  • Suðausturhlið komin.28-10-08.
Vefumsjón