Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. janúar 2010
Prenta
Hafísinn fjarlægist.
Þriðjudaginn 19.janúar 2010 fór flugvél Landhelgisgæslunnar í eftirlits - og ískönnunarflug fyrir norðurlandi.
Kl.20:30 var komið að ísbreiðu út af Húnaflóa. Um var að ræða þéttar ísspangir og gisinn ís á milli.
Skip og bátar eru beðnir að fara með aðgát á svæðinu fyrir Horn og á Húnaflóasvæðinu.
Nú spáir Veðurstofan áframhaldandi Suðlægum eða Austlægum vindáttum fram yfir helgi í það minnsta,þannig að hafísinn ætti að færast enn frekar fjær landi.
Ískort er hér með þar sem Ingibjörg Jónsdóttir hjá JHÍ hefur sett inn ísinn eftir flug gæslunnar í gær.Annars skýrir kortið sig sjálft.
Hafísvef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands má sjá hér.
Kl.20:30 var komið að ísbreiðu út af Húnaflóa. Um var að ræða þéttar ísspangir og gisinn ís á milli.
Skip og bátar eru beðnir að fara með aðgát á svæðinu fyrir Horn og á Húnaflóasvæðinu.
Nú spáir Veðurstofan áframhaldandi Suðlægum eða Austlægum vindáttum fram yfir helgi í það minnsta,þannig að hafísinn ætti að færast enn frekar fjær landi.
Ískort er hér með þar sem Ingibjörg Jónsdóttir hjá JHÍ hefur sett inn ísinn eftir flug gæslunnar í gær.Annars skýrir kortið sig sjálft.
Hafísvef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands má sjá hér.