Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. janúar 2010 Prenta

Hafísinn fjarlægist.

Hafískort JHÍ frá í gær.
Hafískort JHÍ frá í gær.
Þriðjudaginn 19.janúar 2010 fór flugvél Landhelgisgæslunnar í eftirlits - og ískönnunarflug fyrir norðurlandi.
Kl.20:30 var komið að ísbreiðu út af Húnaflóa. Um var að ræða þéttar ísspangir og gisinn ís á milli.
Skip og bátar eru beðnir að fara með aðgát á svæðinu fyrir Horn og á Húnaflóasvæðinu.
Nú spáir Veðurstofan áframhaldandi Suðlægum eða Austlægum vindáttum fram yfir helgi í það minnsta,þannig að hafísinn ætti að færast enn frekar fjær landi.
Ískort er hér með þar sem Ingibjörg Jónsdóttir hjá JHÍ hefur sett inn ísinn eftir flug gæslunnar í gær.Annars skýrir kortið sig sjálft.
Hafísvef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands má sjá hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Ólafur Thorarensen-Gunnsteinn Gíslason-Njáll Gunnarsson og Guðlaugur Ágústsson.
  • Séð til Drangaskarða 15-03-2005.
  • Úr eldhúsi fólkið sem ber fram mat og þjónar til borðs.
  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
Vefumsjón