Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. nóvember 2012 Prenta

Hafísjakar á Vestfjarðamiðum.

Hafísjaðarinn var um 67 sjómílur NV af Barða,þann 19 þessa mánaðar.
Hafísjaðarinn var um 67 sjómílur NV af Barða,þann 19 þessa mánaðar.
1 af 2
Talsvert hefur verið um að Hafísdeild Veðurstofu Íslands hafi borist tilkynningar um bogarísjaka á reki undan Vestfjörðum. Nokkur skip hafa tilkynnt um borgarísjaka á reki auk minni brota úr þeim sem fljóta umhverfis jakana. Jakarnir sjást allir vel í ratsjá, en sem kunnugt er sést ekki nema lítill hluti borgarísjaka ofansjávar, níu tíundu þeirra eru undir sjávarmáli. Hafísjaðarinn var um 67 sjómílur NV af Barða,þann 19 þessa mánaðar. Sjófarendur eru beðnir að fara með aðgát því hafísjakar færast hratt til í veðrum og straumi. Fyrst er hér með ískort af vef Veðurstofu Íslands. Einnig er Modis ljós og hitamynd frá Nasa, frá Ingibjörgu Jónsdóttur landfræðingi á Jarðvísindastofnun Háskólans síðan 18-11.Kl:14:41. Samkvæmt þeirri mynd er gisinn hafís 65 sjómílur NNV af Straumnesi. Ingibjörg hefur rissað ísjaðarinn inn á myndina.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Naustvík-16-08-2006.
  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
  • Oddviti Árneshrepps Oddný Þórðardóttir heldur ræðu til afmælisbarnsins Jóns G.G. og gesta.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Allt sett í stóra holu.
Vefumsjón