Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. apríl 2004 Prenta

Hefur gert skattframtöl Árneshreppsbúa í 25 ár.

Jóhann Ólafsson.
Jóhann Ólafsson.

Jóhann Ólafsson hefur komið hingað norður í Árneshrepp í 25 ár frá Reykjavík til að gera skattframtöl hreppsbúa.Það hefur margt breist síðan hann byrjaði fólki fækkað og bændur oft með grásleppuútgerð og meiri útgerð eins og frá Gjögri.Að sögn Jóhanns var hann oft um þrjár vikur að fara um og gera skýslur fyrstu árin enn nú svona 10 daga.Það hlítur að teljast sérstakt að koma að sunnan í 25 ár að gera skattframtöl í einu sveitarfélagi.Jóhanns eða Skatta Jóa eins og við köllum hann,verður saknað á næsta ári.Jóhann kláraði skattframtöl þessa árs fyrir páska.Ég sendi frétt á prentaða útgáfu MBL í gær sem byrtist í blaðinu í dag.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Frá höfninni á Norðurfirði 16-03-2005.
  • Drangar-12-08-2008.
  • Skipið Suðri í hafís á austurleið.
  • Dregið upp.
  • Hafís á Norðurfirði og Norðurfjarðabæjirnir sjást.
Vefumsjón